Maðurinn líklega stunginn til bana

„Við göngum út frá því að það hafi verið notaður …
„Við göngum út frá því að það hafi verið notaður hnífur til þess að stinga hann,“ segir Grímur Grímsson, yf­ir­maður miðlægr­ar rannsóknardeild­ar lög­regl­unn­ar, um manninn sem fannst látinn í Hafnarfirði í gærmorgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gengið er út frá því að maðurinn sem fannst látinn í Hafnarfirði í gærmorgun hafi verið stunginn til bana. Grímur Grímsson, yf­ir­maður miðlægr­ar rannsóknardeild­ar lög­regl­unn­ar, segir áverka hafa verið á manninum sem gáfu slíkt í skyn.

„Það voru áverkar á manninum sem benda til þess að þeir hafi verið veittir af öðrum einstaklingi,“ segir Grímur Grímsson í samtali við mbl.is, spurður hvers vegna talið var að manninum hafi verið ráðinn bani.

„Við göngum út frá því að það hafi verið notaður hnífur til þess að stinga hann,“ segir Grímur.

Hann vildi ekki tjá sig um það hvort árásarvopn hafi verið handlagt af lögreglu.

Einn í varðhaldi, öðrum sleppt

Lögreglan rannsakar andlát karl­manns á fimm­tugs­aldri í Hafnar­f­irði. Fannst hann látinn í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði. Tilkynning vegna andlátsins barst lögreglu á sjötta tímanum í gærmorgun.

Hinn látni var meðvit­und­ar­laus ut­an­dyra þegar viðbragðsaðilar komu á vett­vang. Reynt var að end­ur­lífga mann­inn en það bar ekki ár­ang­ur. Lögregla taldi að honum hafi verið ráðinn bani. 

Héraðsdómur Reykjanes úrskurðaði í gær karlmann um fer­tugt í gæslu­v­arðhald til fimmtu­dags­, vegna gruns um að hafa orðið manninum að bana. Fyrst voru tveir menn í haldi. Annar þeirra hefur nú verið látinn laus en lögregla krafðist aðeins varðhalds yfir einum af mönnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert