Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins hófst klukkan 12 í Valhöll í dag.
Á fundinum á að taka ákvörðun um ráðherraskipti Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra og Guðrúnar Hafsteinsdóttur.
Fyrir fundinn sagði Guðrún að hún ætti von á því að verða dómsmálaráðherra á morgun.
Spurður um það hvort hann myndi fá annað ráðuneyti í dag sagði Jón að það ætti eftir að koma í ljós, Hann hefði ekki átt neitt samtal við formanninn í tengslum við ráðherraskiptin.
Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á Bessastöðum á morgun, þar sem ráðherraskipti fara fram, en gert er ráð fyrir því að Guðrún Hafsteinsdóttir taki þá sæti í ríkisstjórn í stað Jóns Gunnarssonar, eins og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur boðað.