Þingflokksfundur hafinn í Valhöll

Frá þingflokksfundinum í dag.
Frá þingflokksfundinum í dag. mbl.is/Óttar

Þingflokksfundur Sjálfstæðisflokksins hófst klukkan 12 í Valhöll í dag.

Á fundinum á að taka ákvörðun um ráðherraskipti Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra og Guðrúnar Hafsteinsdóttur.

Fyrir fundinn sagði Guðrún að hún ætti von á því að verða dómsmálaráðherra á morgun.

Spurður um það hvort hann myndi fá annað ráðuneyti í dag sagði Jón að það ætti eftir að koma í ljós, Hann hefði ekki átt neitt samtal við formanninn í tengslum við ráðherraskiptin.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrir utan Valhöll.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fyrir utan Valhöll. mbl.is/Óttar

Ríkisráðsfundur á morgun

Boðað hefur verið til rík­is­ráðsfund­ar á Bessa­stöðum á morgun, þar sem ráðherra­skipti fara fram, en gert er ráð fyr­ir því að Guðrún Haf­steins­dótt­ir taki þá sæti í rík­is­stjórn í stað Jóns Gunn­ars­son­ar, eins og Bjarni Bene­dikts­son formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur boðað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert