Þrítugur Oddur horfir fram á veginn

Kári H. Sölmundarson, formaður GO, fyrir miðju ásamt landnýtingarnefnd Oddfellow. …
Kári H. Sölmundarson, formaður GO, fyrir miðju ásamt landnýtingarnefnd Oddfellow. F.v.: Hlöðver Kjartansson, Ingjaldur Ásvaldsson, Kári,Júlíus G. Rafnsson og Steindór Gunnlaugsson. Ljósmynd/Garðar Pétursson

Golfklúbburinn Oddur í Garðabæ fagnar 30 ára afmæli á árinu og þar á bæ eru menn stórhuga. „Á afmælisárinu horfum við meira fram á við en aftur í tímann. Þá á ég sérstaklega við fyrirhugaða stækkun á svæðinu og golfvellinum,“ segir formaðurinn Kári H. Sölmundarson.

„Nú bíðum við eftir að bæjarstjórn Garðabæjar samþykki skipulagið og friðlýsingu á hrauninu sem liggur að vellinum og völlurinn mun að einhverju leyti fara inn í. Ég gæti trúað að það gerist í sumar og í framhaldinu verði hafist handa við að fullhanna völlinn. Vonandi verður lagt af stað í framkvæmdir strax á næsta ári,“ segir Kári og telur að sá möguleiki sé fyrir hendi að 27 holur verði í boði á Urriðavelli eftir liðlega fimm ár en landið er í eigu Oddfellowreglunnar.

„Við hlökkum til að vinna með þeim sem munu komu að þessari stækkun; Oddfellowhreyfingunni, Umhverfisstofnun og Garðabæ sem dæmi. Til stendur að opna þetta landsvæði fyrir fleiri en kylfinga og gera svæðið að alvöru útivistarsvæði fyrir alla. Stór þáttur í þessu er að gera göngu- og hjólastíga og fleira.“

Eins og hjá fleiri golfklúbbum á höfuðborgarsvæðinu þá vantar ekki eftirspurnina. Í Oddi eru nú um 1.800 meðlimir að sögn Kára og eru þó rúmlega 400 manns á biðlista eftir að komast í klúbbinn. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu á fimmtudag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert