2.500 skrifað undir

Leikaraparið Guðmund­ur Felix­son og Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir í Tjarnarbíó.
Leikaraparið Guðmund­ur Felix­son og Þuríður Blær Jó­hanns­dótt­ir í Tjarnarbíó. Samsett mynd

„Tjarnarbíó er einn af fáum stöðum sem eru eftir sem geta tekið við sjálfstæðum leikhópum.“ Þetta segir Guðmundur Felixson, sviðshöfundur og leikari, um mikilvægi Tjarnarbíós en hann setti upp undirskriftalista á netinu til að skora á stjórnvöld að auka stuðning við Tjarnarbíó.

Þegar blaðamaður hafði samband í gær höfðu 2.500 nöfn verið skráð á listann. Eins og greint hefur verið frá hefur Sara Martí Guðmundsdóttir, leikhússtjóri Tjarnarbíós, lýst því yfir að þau neyðist til að loka og hætta rekstri fyrir fullt og allt ef ekki býðst aðstoð frá ríkinu eða Reykjavíkurborg.

„Það er búið að liggja fyrir lengi að sjálfstæða sviðslistasenan sé búin að sprengja utan af sér Tjarnarbíó,“ segir Guðmundur og bætir við að rýmum tileinkuð sviðslistum á höfuðborgarsvæðinu hafi fækkað verulega undanfarin ár á meðan senan stækkar. „Fjárveitingar til hússins eru þannig að það stendur varla undir sér.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert