Datt eftir að starfsmaður breytti hjólastólnum

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og aðgerðarsinni.
Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og aðgerðarsinni. mbl.is/Ásdís

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og aðgerðarsinni, segir starfsmann flugfélagsins Delta hafa breytt öryggisbúnaði á hjólastól sínum, án sinnar vitneskju, með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig á bakið.

„Sem betur fer var ekkert á bak við mig, ef svo hefði verið hefði ég getað slasast mjög alvarlega,“ skrifar Haraldur á Twitter.

Flugfélagið hefur svarað honum í Twitter-þræðinum þar sem hann er beðinn um að senda einkaskilaboð.

„Nei. Gerum þetta hér. Mér finnst þægilegt að deila reynslu minni opinskátt,“ svarar Haraldur þá.

Óþægilegar og hættulegar aðstæður

Haraldur bætir við að hann hafi oft og tíðum verið settur í óþægilegar og oft hættulegar aðstæður af flugfélögum þegar hann ferðast.

„Ég er oft meðhöndlaður af starfsmönnum sem hafa greinilega ekki fengið rétta þjálfun. Þeir eru sendir til að takast á við viðkvæmar aðstæður án þess að hafa hugmynd um hvað þeir eigi að gera.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert