Í dag má búast við fremur hægri breytilegri átt 3-8 m/s og dálítilli rigningu, en þurrt að kalla austanlands.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að skilin sem hafa valdið rigningunni á vesturhluta landsins séu smám saman að trosna og það dragi því úr vætu með morgninum.
Hiti verður á á bilinu 7 til 13 stig, en upp undir 20 stig þar sem best lætur á norðaustanverðu landinu.
Á morgun nálgast lægð úr suðaustri. Það verður því norðlæg átt, 5-13 m/s og það fer að rigna allvíða, en úrkomulítið verður á Suðvestur- og Vesturlandi. Norðanáttinni fylgir svalt veður um landið norðanvert, hiti þar verður á bilinu 4 til 9 stig, en sunnan heiða verður talsvert mildara yfir daginn.