Eldsvoði í Þorlákshöfn

Mikill viðbúnaður var hjá brunavörnum Árnessýslu í kvöld þegar eldur …
Mikill viðbúnaður var hjá brunavörnum Árnessýslu í kvöld þegar eldur kviknaði í Meitilshúsinu í Þorlákshöfn. mbl.is/Hjörtur

Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr er eldur kviknaði í Meitilshúsinu á Þorlákshöfn í kvöld. Slökkviliðsstjóri segir að gengið hafi vel að ná tökum á eldinum. 

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri brunavarna Árnessýslu, segir að gengið hafi vel að slökkva eldinn, en í augnablikinu er unnið að reykræstingu þar sem helstu skemmdir hafi verið reykskemmdir. Engin slys urðu á fólki. 

Að sögn Péturs einskorðaðist eldurinn sem betur fer við miðhæð hússins. 

„Húsið er á þremur hæðum. Það kviknaði í á miðhæð og hefði getað orðið stórskaði af því að þetta er gríðarmikið hús, en það gekk vel að slökkva eldinn sem var bundinn miðju gólfi í miðju rými hússins,“ segir Pétur. 

Mikið var um viðbúnað í Þorlákshöfn í kvöld en einingar brunavarna Árnessýslu í Þorlákshöfn, Hveragerði og á Selfossi mættu allar á svæðið með mikinn tækjakost. 

Meitilshúsið í Þorlákshöfn.
Meitilshúsið í Þorlákshöfn. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert