Fyrrverandi framkvæmdastjóri N4, María Björk Ingvarsdóttir, hefur gert tímabundið samkomulag um upplýsingamiðlun fyrir Byggðastofnun. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar.
Meðal þeirra verkefna sem María Björk tekur að sér er yfirumsjón heimasíðu og samfélagsmiðla stofnunarinnar, auk fræðslu til starfsfólks og stjórnenda í þeim tilgangi að auka sýnileika stofnunarinnar.
Getið er að María Björk hafi gríðarlega reynslu og þekkingu af fjölbreyttum málefnum landsbyggðarinnar. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir að hún muni verða góður liðsmaður í því að miðla þeirri umfangsmiklu stefnumótun sem þar er nýlokið innanhúss.