Gæsluvarðhald í manndrápsmáli framlengt

Fjarðarkaup í Hafnarfirði.
Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Ljósmynd/Aðsend

Gæsluvarðhald yfir þremur sakborningum í manndrápsmáli sem átti sér stað fyrir utan Fjarðarkaup í Hafnarfirði 20. apríl hefur verið framlengt til þrettánda júlí. 

Grím­ur Gríms­son, yfirlögregluþjónn miðlægr­ar rann­sókn­ar­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Senda málið til héraðssaksóknara á næstu dögum

Hann reiknar með málið verði sent til héraðssaksóknara á allra næstu dögum. Sam­kvæmt lög­um þarf að gefa út ákæru inn­an tólf vikna frá hand­töku.

Að sögn Gríms er eðli­legt að gefa héraðssak­sókn­ara nokkr­ar vik­ur til að ná utan um málið áður en ákæra er gef­in út. Eins og stendur eru átta vikur síðan að sakborningarnir voru handteknir.

Spurður hvort að játning einhverra sakborninganna liggi fyrir segist Grímur ekki vilja tjá sig um það. Grímur segir að niðurstaða úr krufningu liggi fyrir og að rannsóknin sé vel á veg komin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert