Guðrún mætt á fundinn

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, mætti á fund ríkisráðs rétt í þessu. 

Stuttu áður yfirgaf Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra, fundinn en hann mun afhenda Guðrúnu lykla­völd­ í ráðuneyt­inu klukk­an 13. 

Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson, fráfarandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðrún sagði við blaðamenn að verkefnið leggist mjög vel í sig. Sagðist hún aðspurð myndu taka á útlendingamálum af festu eins og öllum öðrum málum sem bíða henni í dómsmálaráðuneytinu. Þá sagðist hún hyggjast fylgja eftir verkum Jóns Gunnarssonar og að hún vonist eftir stuðningi með útlendingafrumvarpinu í þinginu.

Að svo búnu ritaði Guðrún nafn sitt í gestabók við hlið nafna annarra ráðherra.

Á sjálfan kvennréttindadaginn 19. júní eru konur í meirihluta í þeim fimm ráðherrastólim sem Sjálfstæðisflokkur hefur á að skipa, í fyrsta sinn í sögunni. Þá eru jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.

Ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir …
Ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið sæti Jóns Gunnarssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert