Harður árekstur í Kópavogi

Bílarnir voru fluttir af vettvangi eftir áreksturinn.
Bílarnir voru fluttir af vettvangi eftir áreksturinn. Ljósmynd/Aðsend

Nokkuð harður árekstur átti sér stað milli tveggja bíla í Kópavogi í dag.

Tveir voru fluttir til skoðunar á slysadeild, en enginn er talinn hafa slasast alvarlega. 

Áreksturinn varð við Dalaþing í Kórahverfi Kópavogs um klukkan 14:30 síðdegis.

Miklar skemmdir urðu á framhliðum bílanna tveggja sem fluttir voru af vettvangi skömmu eftir áreksturinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert