Komu á svartri einkaþotu

Ronaldo og félagar eru lentir á Íslandi.
Ronaldo og félagar eru lentir á Íslandi. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum

Portúgalska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið til landsins, en liðið leikur gegn Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld. 

Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti komu landsliðsins á Keflavíkurflugvöll á Facebook-síðu sinni fyrr í dag. Í færslunni segist lögreglan vonast til þess að Portúgalir bíði ósigur gegn íslenska landsliðinu. 

Miðar á landsleikinn fóru í sölu þann 6. júní og seldist upp nær samstundis, en á meðal liðsmanna portúgalska landsliðsins er goðsögnin Christiano Ronaldo sem er einn þekktasti knattspyrnumaður heims. 


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert