Oddvitar allra flokka konur

Reykjanesbær.
Reykjanesbær. mbl.is/Sigurður Bogi

Næstu áramót verður blað brotið í sögu sveitarstjórnarmála í Reykjanesbæ en þá verða oddvitar allra stjórnmálaflokka í Reykjanesbæ konur. Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar, hyggst láta af störfum um áramótin. Þetta staðfestir hann við Morgunblaðið.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar, hyggst láta …
Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar og oddviti Samfylkingarinnar, hyggst láta af störfum um áramótin. Ljósmynd/Samfylkingin

Friðjón hefur leitt lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ frá árinu 2010 og þar af verið í meirihluta frá árinu 2014. Hann segir ástæðuna fyrir brottför sinni úr bæjarpólitíkinni vera aldurinn, en hann verður 67 ára í haust.

„Það er kominn tími á þetta og ungt og reynslumikið fólk tekur við. Á meðan ég sit þarna er ég gamli karlinn í herberginu,“ segir hann og hlær. Breyting verður jafnframt á verkaskiptingu meirihlutans.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, oddviti Framsóknar og forseti bæjarstjórnar, tekur við sem formaður bæjarráðs og Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, tekur við sem forseti bæjarstjórnar. Friðjón kveðst vera ánægðastur með bætta fjárhagsstöðu bæjarins.

„Ég er ánægður með að okkur hafi tekist að snúa við slæmri þróun í fjármálum sveitarfélagsins. Það var gert í mikilli samstöðu meðal allra flokka í bæjarstjórn og þökk sé frábæru starfsfólki bæjarins.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert