Ósanngjörn pressa á konum

Ragnheiður Davíðsdóttir komst að því í ritgerð sinni Dulin misskipting í jafnréttisparadís? að konur sjá að mestu um þriðju vaktina, en sú hugræna vinna er undirstaða allrar annarrar vinnu á heimilinu og getur hún valdið bæði streitu og kvíða.

„Hún er ekki bundin við tíma eða stað eins og líkamleg vinna. Þessu hefur verið lýst sem stanslausu færibandi sem hættir aldrei,“ segir hún og segir að ef annar aðilinn tekur á sig alla þriðju vaktina, geti byrðin verið svakaleg.

„Þessi vinna er ekki metin að verðleikum,“ segir hún og segir suma uppgefna á vinnu þriðju vaktarinnar.

Að sleppa tökunum

Talið víkur að hinni svokölluðu „ofurkonu“ og hvernig konur upplifi óraunhæfar kröfur samfélagsins.

„Það er svo mikið til ætlast af konum þegar kemur að móðurhlutverkinu og mikið álag sem því fylgir. Um leið og konur eru á vinnumarkaði rétt eins og karlar, í krefjandi störfum, upplifa þær þrýsting að að verja ótrúlegum tíma og orku í móðurhlutverkið. Það er skiljanlegt að konur upplifi sektarkennd því það er verið að gefa þeim verkefni sem ekki er hægt að vinna,“ segir Ragnheiður og segir samfélagið í heild þurfi að huga að þessum skilaboðum sem verið sé að senda konum.

„Við lifum svo flóknu og hröðu lífi og það virðist vera sem mæður upplifi mikla ósanngjarna pressu,“ segir hún og segir að karlmenn virðast hafa minni áhyggjur af heimilislífinu.

Hægt er að horfa á Dagmálsþáttinn í heild sinni hér. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert