Próflaus á nagladekkjum

Einstaklingur án ökuréttinda var stöðvaður í dag vegna þess að …
Einstaklingur án ökuréttinda var stöðvaður í dag vegna þess að bifreið hans var á nagladekkjum. mbl.is/Árni Sæberg

Ökumaður var sektaður fyrir að aka um á nagladekkjum í hverfi 108 í Reykjavík í dag. Þegar að var gáð reyndist hann einnig vera próflaus. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Lögregla var einnig kölluð til í hverfi 101 í dag vegna líkamsárásar. Segir að þar hafi annar manna sparkað í hreðjar hins. 

Í hverfi 108 var kallað eftir aðstoð lögreglu en þar hafði einstaklingur fallið af rafskútu og rotast. Var hann fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 

Í Hafnarfirði var kallað eftir aðstoð lögreglu vegna umferðarslyss en þar var ekið á starfsmann bensínstöðvar. Hlaut hann minniháttar áverka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert