Ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur mættu til fundar ríkisráðs á Bessastaði í morgun, en fundurinn hófst klukkan 10.
Um er að ræða síðasta fund Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra en í gær var greint frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við embættinu í dag. Guðrún mun ganga inn á nýjan fund ráðsins er fundinum með Jóni er lokið.
Jón mun síðan afhenda Guðrúnu lyklavöldin í ráðuneytinu klukkan 13.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, voru fjarverandi.