Segir þingið hafa brugðist í útlendingamálum

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, ræðir við blaðamenn á …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, ræðir við blaðamenn á Bessa stöðum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra segir þingið hafa brugðist í því að afgreiða mál sem Jón Gunnarsson fráfarandi dómsmálaráðherra og aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu hafi lagt fyrir Alþingi.

Guðrún fær stuðning til að breyta kerfinu

Bjarni segir að þess vegna hafi stjórnvöld misst tökin á málaflokki útlendingamála þannig að kostnaðurinn við hann sé farinn algjörlega upp úr öllu valdi sem sé óásættanlegt. Segir hann það óásættanlegt að á annað þúsund manns biðu eftir svari um hæli á Íslandi og að það feli í sér kostnað upp á um einn milljarð í hverjum mánuði.

Segir hann með öllu óásættanlegt að kostnaður við að svara fólki sé kominn yfir tíu milljarða á ári og að Sjálfstæðisflokkurinn muni áfram beita sér fyrir því að þeim málum verði komið í lag.

Hann sagði að þá væri eitthvað að í íslenska stjórnkerfinu og að Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, fái nú stuðning til að breyta því. Hann sagðist vona að Guðrún muni standa sig vel í starfi og að hann meti það sem svo að það sé í raun meiri samstaða um málefni hælisleitenda í ríkisstjórn en virtist stundum út á við þó um viðkvæman málaflokk væri að ræða.

Það var létt yfir Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem tók við embætti …
Það var létt yfir Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem tók við embætti dómsmálaráðherra á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka