Sjá Reynisdranga frá öðru sjónarhorni

mbl.is/Jónas Erlendsson

Mikil fjara hefur myndast undir sunnanverðu Reynisfjalli í Mýrdal og er nú nánast hægt að ganga þurrum fótum fyrir fjallið og upp að hinum víðfrægu Reynisdröngum.

Slíkt gerist á nokkurra áratuga fresti en ferðamenn og íbúar Mýrdals hafa nýtt sér þetta sjaldgæfa tækifæri til að dást að Reynisdröngum í návígi frá Oddsfjöru.

Gæta þarf þó fyllstu varúðar þar sem öldurnar eru kraftmiklar og geta gengið langt upp á land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert