Strætó appið lagt niður og Klappið tekið við

Strætó bs. hefur ákveðið að leggja niður gamla Strætó appið.
Strætó bs. hefur ákveðið að leggja niður gamla Strætó appið. mbl.is/sisi

Upp­runa­lega Strætó app­inu verður lokað þann fyrsta júlí en öll virkni sem viðkem­ur leiðar­kerfi eða miðum fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið fer nú fram í for­rit­inu Klappið auk annarra nýj­unga.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vefsíðu Strætó bs.

Ekki hægt að versla lands­byggðarmiða í Klapp­inu

Sá hæng­ur er þó á breyt­ing­unni að ekki er hægt að versla lands­byggðarmiða í Klapp­inu. Í til­kynn­ing­unni er þó ít­rekað að áfram verði hægt að greiða með reiðufé og fá til baka eða með greiðslu­korti um borð í vögn­un­um. 

Sala miða í app­inu var að meðaltali aðeins 3% allra seldra far­gjalda á lands­byggðinni. Vega­gerðin rek­ur og ber ábyrgð á lands­byggðarstrætó og er nú með til skoðunar að bæta við fleiri greiðslu­mögu­leik­um fyr­ir viðskipta­vini á lands­byggðinni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá bend­ir Strætó bs. á að hægt sé að flytja miða fyr­ir höfuðborg­ar­svæðið yfir í Klappið og krefjast end­ur­greiðslu á miðum fyr­ir lands­byggðina sem eru ekki eldri en fjög­urra ára í klappið.

Þeir sem eiga enn miða í Strætó app­inu eru beðnir um að senda tölvu­póst á net­fangið end­ur­greidsl­ur@stra­eto.is með upp­lýs­ing­um um síma­núm­er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert