Stytting framhaldsnáms hafi verið vanhugsuð

Gylfi Zoëga, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Gylfi Zoëga, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Gylfi Zoëga/Seðlabanki Íslands

Gylfi Zoëga, pró­fess­or við Fé­lags­vís­inda­svið Há­skóla Íslands, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að ný­nem­ar við Há­skóla Íslands séu verr und­ir­bún­ir og yngri en áður.

Árið 2014 var ákveðið að stytta fram­halds­nám úr fjór­um árum í þrjú. Gylfi seg­ir að í rann­sókn sem hann gerði með Gísla Gylfa­syni, doktorsnema í Par­ís, og Tinnu Ásgeirs­dótt­ur, pró­fess­or í hag­fræði, hafi komið í ljós að þegar þriggja og fjög­urra ára stúd­ent­ar tóku sömu próf á fyrsta ári í Há­skóla Íslands, skóla­árið 2018-19 og haustið 2019, þá væri meðal­ein­kunn þriggja ára stúd­enta lægri, þeir hafi lokið við færri ein­ing­ar og brott­fall verið meira.

„Svo virðist sem ráðist hafi verið í stytt­ing­una til þess að minnka rík­is­út­gjöld án þess að mikið væri hugsað út í af­leiðing­arn­ar. Einnig var því haldið fram að það væri kapps­mál að ungt fólk kæmi út á vinnu­markað sem fyrst. En betra hefði verið að skipu­leggja grunn­skóla, fram­halds­skóla og há­skóla þannig að hver rímaði við ann­an en að stytta eitt skóla­stig án þess að huga að hinum,“ seg­ir hann og bæt­ir við.

„Það sem mér finnst ámæl­is­vert er að stjórn­völd, þ.e.a.s. þeir ráðherr­ar sem hafa setið síðan breyt­ing­in var gerð, hafa sýnt því tak­markaðan áhuga að kanna áhrif stytt­ing­ar­inn­ar á vellíðan í fram­halds­skóla, brott­fall í fram­halds­skóla og svo frammistöðu í há­skóla.“ Hann seg­ir að stytt­ing­in bitni helst á drengj­um í formi skorts á und­ir­bún­ingi fyr­ir nám.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka