Stytting framhaldsnáms hafi verið vanhugsuð

Gylfi Zoëga, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands
Gylfi Zoëga, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Gylfi Zoëga/Seðlabanki Íslands

Gylfi Zoëga, prófessor við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að nýnemar við Háskóla Íslands séu verr undirbúnir og yngri en áður.

Árið 2014 var ákveðið að stytta framhaldsnám úr fjórum árum í þrjú. Gylfi segir að í rannsókn sem hann gerði með Gísla Gylfasyni, doktorsnema í París, og Tinnu Ásgeirsdóttur, prófessor í hagfræði, hafi komið í ljós að þegar þriggja og fjögurra ára stúdentar tóku sömu próf á fyrsta ári í Háskóla Íslands, skólaárið 2018-19 og haustið 2019, þá væri meðaleinkunn þriggja ára stúdenta lægri, þeir hafi lokið við færri einingar og brottfall verið meira.

„Svo virðist sem ráðist hafi verið í styttinguna til þess að minnka ríkisútgjöld án þess að mikið væri hugsað út í afleiðingarnar. Einnig var því haldið fram að það væri kappsmál að ungt fólk kæmi út á vinnumarkað sem fyrst. En betra hefði verið að skipuleggja grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla þannig að hver rímaði við annan en að stytta eitt skólastig án þess að huga að hinum,“ segir hann og bætir við.

„Það sem mér finnst ámælisvert er að stjórnvöld, þ.e.a.s. þeir ráðherrar sem hafa setið síðan breytingin var gerð, hafa sýnt því takmarkaðan áhuga að kanna áhrif styttingarinnar á vellíðan í framhaldsskóla, brottfall í framhaldsskóla og svo frammistöðu í háskóla.“ Hann segir að styttingin bitni helst á drengjum í formi skorts á undirbúningi fyrir nám.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert