Töf á flugi Play

Flugvél Play með útskriftarnema úr Kvennaskólanum tafðist við brottför.
Flugvél Play með útskriftarnema úr Kvennaskólanum tafðist við brottför. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugvél Play tafðist um tvær klukkustundir við brottför frá Barcelona á Spáni nú í kvöld. Á meðal farþega voru útskriftarnemar úr Kvennaskólanum sem voru á heimleið úr útskriftarferð.

Upplýsingafulltrúi Play hafði ekki nákvæmar upplýsingar um hvað olli seinkuninni, en nánari upplýsinga væri að vænta á morgun. 

Uppfært kl. 06.00:

Vélin lenti klukkan 02.15 en hún átti að lenda klukkan 00.45.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert