Tómas Hrafn meðal efstu á blaði hjá ríkisstjórninni

Erill hefur verið á Bessastöðum undanfarna daga. Í dag eru ráðherraskipti þar sem Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við af Jóni Gunnarssyni en í gær voru hýbýli forsetans opin almenningi. Eins venja er gefst gestum kostur á því að rita nafn sitt í gestabókina á Bessastöðum.

Athygli vekur að ekki var haft fyrir því að láta ríkisstjórnina rita nöfn sín á nýja blaðsíðu heldur var síðan frá því á opnum degi á Bessastöðum í gær látin duga.  Óneitanlega sker undirskrift Tómasar Hrafns sig úr en hann er meðal efstu á blaði í gestabókinni sem ríkisstjórnin skrifaði í í dag. 

Eins og sjá má er fyrsta undirskrift ráðherra  frá Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra og svo fylgir hver ráðherrann á fætur öðrum. Hver veit nema Tómas Hrafn verði einn daginn meðal þeirra sem rita nafn sitt í forsvari fyrir ríkisstjórn Íslands.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert