Útilokar ekki frekari breytingar á ríkisstjórninni

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, útilokar ekki frekari breytingar á núverandi ríkisstjórn. Þetta sagði hann við fjölmiðla er hann mætti á ríkisráðsfund á Bessastöðum í morgun. Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra í dag. 

„Þetta eru svona tímamót í stjórnarsamstarfinu sem er orðið bráðum eins og hálfs árs getum við sagt, eftir eitt og hálft kjörtímabil. Nú kemur nýr ráðherra inn í stjórnina, það eru auðvitað vonir bundnar við hana. Ég held að þetta líti bara vel út.“

Þú útilokar ekki frekari breytingar?

„Nei nei, í sjálfu sér ekki. Mér finnst það nú kannski ekki skynsamlegt að gera það,“ sagði Bjarni. 

Ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir …
Ný ríkisstjórn á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið sæti Jóns Gunnarssonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert