Helgi Bjarnason
„Þessar varnarlínur skipta okkur mjög miklu máli og eru liður í því að við séum með heilbrigða sauðfjárstofna um allt land. Þegar koma upp atvik eins og riðuveiki í einstaka héruðum er hægt að grípa til aðgerða þar en ekki þarf að hafa allt landið undir,“ segir Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir alþingismaður um sauðfjárveikivarnargirðingar og bætir við: „Ég tel einnig að almenn fræðsla sé mikilvæg um það hvað þessar girðingar eru mikilvægar svo fólk flytji ekki dýr á milli hólfa eða skemmi girðingar til að fara yfir þær.“
Í skriflegu svari Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar um varnarlínur sauðfjárveikisjúkdóma kemur meðal annars fram að á síðasta ári var skráður 271 línubrjótur, það er að segja fé sem farið hefur í gegn um sauðfjárveikivarnargirðingar eða á annan hátt á milli hólfa.
Línubrjótar koma oftast ekki fram fyrr en í réttum og hafa þá blandast öðru fé. Línubrjótar eru sendir beint í sláturhús.
Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.