Erfitt fyrir VG að vera í ríkisstjórn

Morgunblaðið/María

„Mér finnst þetta samstarf ekki geta haldið áfram eins og þetta endaði í vor,“ segir Jón Gunnarsson, sem í gær lét af störfum sem dómsmálaráðherra eftir að hafa gegnt starfinu í rúma 18 mánuði, þegar rætt er um ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna (VG) og Framsóknarflokks.

Jón er í viðtali í nýjum þætti Dagmála, sem sýndur er á mbl.is í dag. Þar ræðir hann meðal annars um þann ágreining sem hann segir ríkja á milli VG og Sjálfstæðisflokksins í mörgum málaflokkum, til dæmis um störf lögreglu, í útlendingamálum og fleira.

Að hans mati reynist erfitt fyrir VG að sitja í ríkisstjórn um þessar mundir, þegar fyrir liggi að huga þurfi að öryggis- og varnarmálum, mikilvægum aðgerðum í orkumálum og breytingar á útlendingamálum. 

Viðtalið við Jón má sjá og heyra hér:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert