Gaui litli segist ekki vera á förum

Hernámssetrið að Hlöðum var opnað 19. maí árið 2012.
Hernámssetrið að Hlöðum var opnað 19. maí árið 2012. Ljósmynd/Hernámssetrið

Sú fiskisaga fór nýverið á flug að Hernámssetrið í Hvalfirði væri að hætta starfsemi sinni. Spurður út í þetta segist eigandi safnsins, Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, koma algerlega af fjöllum. Ekkert sé til í þessum orðrómi. „Gaui litli er ekki á förum,“ sagði hann við blaðamann og hló um leið.

Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli.
Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli. mbl.is/Árni Sæberg

Gaui segir reksturinn ganga vel og að Íslendingar og túristar í bland sæki staðinn vel. Hann gerir þó ráð fyrir auknum fjölda heimsókna með betra veðri þegar á líður sumarið. „Við erum með fallegt fjölskyldutjaldsvæði og sundlaug við hliðina á. Og yfirleitt byrjar traffíkin hjá okkur eftir miðjan júní,“ segir hann og bætir við að fólk komi oft með barnabörn sín og kenni þeim réttu tökin þegar kemur að tækjum fortíðar.

„Eldra fólk er sérstaklega duglegt við að koma með barnabörnin. Og kenna þeim meðal annars á skífusíma,“ segir hann kátur í bragði.

Á kaffihúsinu sem er rekið á safninu er boðið upp á kökur að hætti ömmu Gauja og er bananatertan þá vinsælust. Hann segir bananatertuna aðeins hafa verið bakaða á jólunum hér áður fyrr. „Fyrir mér er þessi bananaterta algjörlega heilög,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert