Hálendisvaktin brátt til starfa

Hálendisvakt Landsbjargar í ár hefst næstkomandi sunnudag með því að …
Hálendisvakt Landsbjargar í ár hefst næstkomandi sunnudag með því að Skagfirðingasveit fer til starfa inn í Landmannalaugar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Hálendisvakt Landsbjargar í ár hefst næstkomandi sunnudag með því að Skagfirðingasveit fer til starfa inn í Landmannalaugar. Í kjölfarið, 2. júlí, fara hópar á vakt í Herðubreiðarlindir og í Nýjadal á Sprengisandi. Ekki hefur verið gengið frá skipulagningu vakta á öðrum stöðum í sumar, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar.

Er þetta sautjánda árið sem sjálfboðaliðar úr Landsbjörg manna hálendisvaktina. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að reynslan sýni að full þörf sé fyrir þessa vakt. Sveitirnar sinni mest hefðbundinni aðstoð við ferðafólk utan alfaraleiða, allt frá fyrstu hjálp vegna slysa og í að draga bíla upp úr ám. Á undanförnum árum hefur komið fram að hátt í eitt þúsund verkefni hafa verið skráð í aðgerðabækur hálendisvaktarinnar á hverju sumri.

Fólkið er til

Vel gengur að manna vaktirnar, að sögn Jóns Þórs. Fyrirkomulagið er þannig að sveitirnar sækja um ákveðna staði og tíma og síðan þarf að púsla vöktunum saman. Hann segir að auðvelt hafi verið að fá fólk til starfa. Sumir nota hluta af sumarfríi sínu í þetta verkefni. Þá hefur komið fram í umfjöllun um hálendisvaktina að sveitirnar nota þetta starf til að auka við reynslu björgunarsveitarfólksins því verkefnin eru yfirleitt frekar auðleyst en reynslan getur síðan nýst við erfiðari verkefni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert