„Neyðarástand“ í Reykjanesbæ

Ásbrú í Reykjanesbæ.
Ásbrú í Reykjanesbæ. mbl.is/Svanhildur Eiríksdóttir

Morgunblaðið hefur undir höndum erindi sem eigandi Bus4U sendi bæjarráði Reykjanesbæjar 8. maí s.l. vegna „neyðarástands í almenningssamgöngum í Reykjanesbæ“, en Bus4U sér um rekstur almenningssamgangna þar í bæ. Í erindinu er því meðal annars lýst að „ákveðnir hópar“ séu ágengir og frekir, að börn veigri sér við því að nota strætó sökum áreitis, skemmdarverk á vögnum hafi aukist, bílstjórar hrökklist úr starfi og að ef ekkert verði að gert þá stefni í þjónustufall. Til að sporna við þessu leggur hann til að strætókortum flóttamanna verði lokað.

„Kvartanir til bílstjóra og annarra starfsmanna/eigenda Bus4U snúa allar að því sama, fólk veigrar sér við að nota vagnana og börn eru að hverfa úr vögnunum vegna þrengsla og áreitis. Einnig hefur reynst nær ómögulegt að halda tímaplan ferða,“ segir í áðurnefndu erindi. Strætisvagnar í sveitarfélaginu og þá sérstaklega á Ásbrúarleiðinni eru yfirfullir og á mörkum þess að vera boðlegir fyrir almenning á annasömum tímum.

Mannekla skapast

Í erindinu er það rakið að mikið álag sé á bílstjórum og að mannekla hafi skapast þar sem bílstjórar hrökklist úr starfi undan ágangi og álagi.

„Álag á bílstjórum er gríðarlegt, þar sem ákveðnir hópar eru mjög ágengir og frekir á sína stöðu. Félagið á vegna þessa í miklum vandræðum með að manna bílana því vanir bílstjórar eru að hrökklast úr starfi og nýir bílstjórar hætta nær samstundis.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert