Rennibrautirnar lokaðar í rjómablíðu á Akureyri

Rennibrautirnar Foss, Trekt og Flækja þykja með þeim skemmtilegri á …
Rennibrautirnar Foss, Trekt og Flækja þykja með þeim skemmtilegri á landinu og því vekur það furðu að þær skuli vera lokaðar yfir sumartímann. mbl.is/Skapti

„Auðvitað var leiðinlegt að geta ekki haft rennibrautirnar opnar um helgina enda var margt í bænum og rosa gott veður. Helgarnar í júlí eru samt sem áður stærri hjá okkur og við vildum vera búin áður en stóra traffíkin kemur,“ segir Pálína Guðnadóttir, verkefnastjóri rekstrar hjá Sundlaugum Akureyrar.

Vatnsrennibrautirnar í Sundlaug Akureyrar hafa verið lokaðar vegna viðhalds í þrjár vikur. Rennibrautirnar Foss, Trekt og Flækja þykja með þeim skemmtilegri á landinu og því vekur það furðu að þær skuli vera lokaðar yfir sumartímann. Viðgerð lauk í gær og voru brautirnar opnaðar að nýju síðdegis.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert