Leitin að Sigrúnu Arngrímsdóttur hefur ekki borið árangur. Skipulögð leit hélt áfram í gær og var leitað frá Svörtuloftum vestur af Stóru-Sandvík.
Þetta kemur fram í skriflegu svari Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, við fyrirspurn mbl.is.
56 björgunarsveitarmenn komu að leitinni í gær og voru drónar og slöngubátar notaðir og fjörur gengnar.
Gert er ráð fyrir að skipulögð leit hefjist að nýju eftir næstu helgi að öllu óbreyttu.
Lögreglan lýsti eftir Sigrúnu hinn 13. júní en hennar hefur verið saknað síðan um hádegi 12. júní. Leitin hófst eftir að lögreglu barst tilkynning um yfirgefna bifreið við Suðurstrandarveg.