Dæmi eru um að spenntir knattspyrnuunnendur séu tilbúnir til þess að greiða allt að 35 þúsund krónur fyrir einn miða á leik Íslands gegn Portúgal í kvöld. Fjöldi hefur óskað eftir miðum á leikinn á Bland.is.
Ef íþróttahluti Bland.is er skoðaður nú síðdegis má sjá hvar aðdáendur eru tilbúnir til að bjóða allt að 80 þúsund fyrir fjóra miða. Annar býður 70 þúsund í tvo miða en aðrir óska bara eftir miðum og nefna ekki upphæðina.
Leikur Íslands gegn Portúgal fer fram á Laugardalsvelli í kvöld og er uppselt á leikinn. Þess má geta að dýrasti miðinn í miðasölu á Tix.is kostaði tæpar 14 þúsund krónur.