Vildi hlakka til þess að mæta í vinnuna

Hér eru Trausti og fallegi hundurinn hans, Alpha, sem er …
Hér eru Trausti og fallegi hundurinn hans, Alpha, sem er lítill og fjörugur border collie. mbl.is/Arnþór

Trausti Óskarsson er mikill hundaáhugamaður, en hann útskrifaðist nýverið úr einum virtasta hundaþjálfaraskóla Bandaríkjanna þar sem hann hlaut hæstu einkunn fyrir verklega hluta námsins, eða 9,9.

Hann fór nýlega af stað með Hundaþjálfun Trausta, þar sem boðið er upp á einstaklingsmiðaða þjálfun fyrir hunda, atferlismat og námskeið í grunnhlýðni og taumgöngu.

Úr Húsasmiðjunni til Alabama

Fjölskylda Trausta eignaðist fyrst hund þegar hann var 18 ára gamall. Þá voru þau nýflutt á Selfoss og fengu til sín átta vikna hvolp sem reyndist erfiður viðureignar og þurfti að lóga. Stuttu seinna fékk fjölskyldan til sín annan hvolp og einsetti Trausti sér það markmið að þjálfa litla hvolpinn sem óx og dafnaði. Við þetta kviknaði áhugi hans á hundaþjálfun.

„Ég fór að horfa á Dog Whisperer og lesa bækur og það kom mér inn í þetta,“ segir Trausti sem eignaðist sinn eigin hund eftir langa bið fyrir tveimur árum. Þá varð ekki aftur snúið.

Haustið 2021 segist Trausti hafa verið þreyttur á því að gera ekki það sem sér þætti skemmtilegt. Því ákvað hann að taka stökkið og flytja til Alabama til þess að stunda nám við virtan hundaþjálfunarskóla.

„Ég var að vinna í Húsasmiðjunni og mig langaði að vinna við eitthvað þar sem ég hlakkaði til að fara í vinnuna,“ segir Trausti sem segist hafa notið þess að búa í Alabama, en þar bjó hann í þrjá mánuði á meðan hann gekk í hundaþjálfunarskólann. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert