Ástráður meðal sex umsækjenda

Ástráður Haraldsson er meðal umsækjandanna sex um embætti ríkissáttasemjara.
Ástráður Haraldsson er meðal umsækjandanna sex um embætti ríkissáttasemjara. mbl.is/Hákon Pálsson

Sex umsóknir bárust um embætti ríkissáttasemjara, sem félags- og vinnumarkaðsráðuneytið auglýsti laust til umsóknar í upphafi mánaðarins.

Ástráður Haraldsson er einn umsækjendanna en hann var fyrst settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í febrúar. Þá var hann settur tímabundið í embætti ríkissáttasemjara þegar Aðalsteinn Leifsson lét af embætti 1. júní.

Aldís sækist eftir embættinu en Elísabet er sátt

Aldís Guðný Sigurðardóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður MBA-náms, er einn umsækjendanna sex.

Aldís var kölluð til sem aðstoðarsáttasemjari í kjaradeilu BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga sem lauk 10. júní á afmælisdegi Elísabetar Ólafsdóttur, skrifstofustjóra embættis ríkissáttasemjara og aðstoðarsáttasemjara. Elísabet er ekki á meðal umsækjenda.

Aðrir umsækjendur eru:

Hilmar Már Gunnlaugsson lyfjafræðingur.

Maríanna Hugrún Helgadóttir, formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga.

Muhammad Abu Ayub vaktstjóri.

Skúli Þór Sveinsson sölumaður.

Ráðgefandi hæfnisnefnd metur hæfni umsækjenda en félags- og vinnumarkaðsráðherra skipar í embættið til fimm ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert