Hlutfall atvinnulausra var 3,4% í maí samkvæmt árstíðaleiðréttum niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofu Íslands.
Jókst atvinnuleysi um 1,3 prósentustig á milli mánaða.
Helsta ástæða þessarar aukningar er árleg eftirspurn ungs fólks eftir atvinnu í maímánuði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni.
Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 79,6% og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 76,9%