Brennisteinslyktin hefur minnkað

Horft yfir Fremri-Emstruá og Entujökul.
Horft yfir Fremri-Emstruá og Entujökul. mbl.is/Þorsteinn

Staða Jökulhlaupsins, sem hófst í gær í Fremri Emstruá, er stöðugt samkvæmt heimildum Veðurstofu Íslands. Brennisteinslykt við ána hefur minnkað, en fólk þarf samt sem áður að vera meðvitað um þær hættur, sem að möguleg gasmengun í kjölfar jökulhlaupa geti haft í för með sér. Hlaupið gæti staðið yfir í nokkra daga.

Í gærmorgun tilkynntu skála­verðir í Emstru­skála, að mikla brennisteinslykt mætti finna við Fremri Emstruá, en brennisteinslykt er ein helsta vísbending þess að hlaup sé hafið.

Vakt­haf­andi sér­fræðing­ur á vakt á Veður­stofu Íslands seg­ir í sam­tali við mbl.is, að staða jökulshlaupsins sé stöðug. Eins og er sýni vatnshæðamælar veðurstofunnar ekki ummerki um hlaup, en það útiloki þó alls ekki að jökulshlaup sé hafið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert