Íslendingar í París láti vita af sér

Íslendingar í París láti aðstandendur vita af sér.
Íslendingar í París láti aðstandendur vita af sér. AFP

Utanríkisráðuneytið biður Íslendinga í París að láta vita af sér. Ráðuneytið biður fólk um að láta aðstandendur vita að það sé heilt á húfi.

Þeir sem þurfa aðstoðar vegna sprengingarinnar sem varð í 5. hverfi í dag, geta sett sig í samband við borgaraþjónustu ráðuneytisins í síma 545-0112.

Ráðuneytið hvetur fólk í París að virða lokanir og tilmæli franskra yfirvalda. Eins hvetur ráðuneytið Íslendinga að fylgjast með gangi mála í fjölmiðlum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert