Kofi brann við Elliðavatn

Slökkvilið var kallað að Elliðavatni vegna bruna
Slökkvilið var kallað að Elliðavatni vegna bruna Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að gömlum kofa við Elliðavatn í kvöld. Kofinn var mannlaus og nær albrunninn þegar slökkvilið bar að garði.

Kofinn virðist ekki hafa verið í neinni notkun. Telur slökkviliðið ekki hættu á frekari gróðureldum í tengslum við brunann en tryggði þó svæðið gegn því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert