Landsrétt skorti lagastoð til refsihækkunar

Angjelin Sterkaj var dæmdur í 20 ára fangelsi í Landsrétti …
Angjelin Sterkaj var dæmdur í 20 ára fangelsi í Landsrétti í lok október 2022. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hæstirétt­ur mildaði um­tals­vert dóm Lands­rétt­ar í Rauðagerðismál­inu. Tel­ur hann laga­stoð hafa vantað til refsi­hækk­un­ar til þyng­ing­ar dóms héraðsdóms. Er refs­ing sumra sak­born­inga minnkuð um meira en tíu ár. 

Í dómi rétt­ar­ins kem­ur fram að þau laga­ákvæði sem heim­ila refs­ingu hærri en 16 ár hafi ekki verið til staðar í þessu máli. Slík brot telj­ast til dæm­is brot gegn for­seta eða hand­hafa for­seta­valds eða gegn sendi­mönn­um er­lendra ríkja á Íslandi.

Hafn­ar skýr­ing­um Angj­el­ins

Einnig er tekið fram að Angj­el­in er sak­felld­ur fyr­ir eitt mann­dráp en ekki önn­ur brot. Dóm­ur­inn nefn­ir að það sér­stak­lega til merk­is um að frek­ari ástæður skorti til refsi­hækk­un­ar.

Hins veg­ar fellst Hæstirétt­ur ekki á skýr­ing­ar Angj­el­ins að nauðvörn eða ofsa­hræðsla hafi orðið til þess að hann hafi ekki verið full­kom­lega ábyrg­ur gjörða sinna. Sú skýr­ing var ekki tek­in gild til refsi­lækk­un­ar. Niðurstaðan er því sú að Angj­el­in skal sitja 16 ár í fang­elsi.

Um­tals­vert væg­ari refs­ing­ar

Hæstirétt­ur tók líka fyr­ir refs­ingu annarra vitorðsmanna, þeirra Claudiu Sofiu Coel­ho Car­val­ho, Murats Selivrada og Shpetim Qerimi. Öll voru þau dæmd til 14 ára fang­elsis­vist­ar í Landrétti, fyr­ir hlut­deild í mann­drápi.

Hæstirétt­ur tel­ur hlut Shpetim al­var­leg­ast­an, þar sem hann hafi verið bíl­stjóri Angj­el­ins, aðstoðað hann við að sitja fyr­ir fórn­ar­lamb­inu og keyrt Angj­el­in norður í land að glæp lokn­um. Hann telst hlut­deild­armaður í broti, en hlýt­ur mild­ari refs­ingu en aðalmaður glæps­ins. Þótti hæfi­leg refs­ing vera tíu ára fang­elsi.

Miklu mun­ar fyr­ir Claudiu og Murat

Hæstirétt­ur seg­ir Murat átt smá­vægi­leg­an þátt í mjög al­var­legu broti. Hann hafi tekið þátt í und­ir­bún­ingi at­b­urðarrás­ar­inn­ar sem leiddi til dauða Arm­ando Beqirai. Hæfi­leg refs­ing fyr­ir Murat þykir fjög­urra ára fang­elsi.

Sömu­leiðis er Claudia dæmd fyr­ir að eiga litla hlut­deild í al­var­leg­um glæp og er dæmd til þriggja ára fang­els­is.

At­hygli vakti fyrr á ár­inu þegar rík­is­sak­sókn­ari sagði op­in­ber­lega að hún teldi að Lands­rétt hafi skort laga­heim­ild­ir til að þyngja refs­ing­ar í Rauðagerðismál­inu. Virðist dóm­ur Hæsta­rétt­ar staðfesta það.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert