Rafmagn fór af í Hádegismóum

mbl.is/Þorsteinn

Rafmagni sló út í Hádegismóum rétt upp úr klukkan 10 í morgun.

Bilunin varð eftir að grafið var í rafmagnsstreng en óvíst er hve lengi rafmagnsleysið varir. Það virðist vera bundið við Hádegismóa í Árbæ.

Veitur staðfesta þetta í samtali við mbl.is en fyrirtækið vinnur nú að því að koma rafmagninu aftur á. 

Uppfært: Rafmagn kom aftur á klukkan 10:30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert