Segulheimur á sumarsólstöðum

„Segulheimur, hverjum ertu byggður, himins reiðilogum skyggður, kringum Norðra kaldan …
„Segulheimur, hverjum ertu byggður, himins reiðilogum skyggður, kringum Norðra kaldan veldisstól?“ orti Mattías Jochumsson um hafís. Hann hafði vægast sagt fremur neikvætt viðhorf til náttúrufyrirbærisins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug í dag nálægt norður- og norðausturströnd Íslands til þess að kanna hafís umhverfis landið. Hafísinn getur verið varasamur fyrir skip sem sigla þar nálægt og þess vegna kortleggur Landhelgisgæslan staðsetningu íssins.

Hafís er frosinn sjór. Hann myndast gjarnan norðan og norðvestan við landið og getur borist til Íslands vegna strauma og vinda.

Hafís hefur borist á íslenskt hafsvæði
Hafís hefur borist á íslenskt hafsvæði mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sá ís sem finnst nú norðan við landið er svokallaður vetrarís og, rétt eins og ísinn í Ísbúð Vesturbæjar, getur hafís verið bæði gamall og nýr. Hér er greinilega um nýjan ís að ræða þar sem hann er fremur sléttur og ekkert sérstaklega þykkur. Gamall ís er gjarnan þykkari þar sem hann hefur fengið að myndast í lengri tíma.

Hreggviður Símonarson stýrimaður við hafíseftirlit í TF-SIF.
Hreggviður Símonarson stýrimaður við hafíseftirlit í TF-SIF. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Líklegt er að ísinn hafi myndast í Grænlandshafi á liðnum vetri og borist suður með Austur-Grænlandsstraumnum. Hafís getur fylgt kalt loft og stundum ísbirnir eða selir. Því hefur hann reynst óvinsæll gestur meðal landsmanna um áraskeið, enda ávarpar séra Matthías Jochumsson hafísinn sem landsins forna fjanda í ljóðinu Hafís. 

Hvorki mátti finna mátti finna ísbirni né seli þegar svæðið var kannað í dag. Ekki fundust heldur borgarísjakar, en það kallast sá ís sem brotnað hefur úr jöklum sem skríða í sjó fram eða liggja meðfram strönd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert