Bjartviðri í dag en rignir í kvöld

Bjart veður er vestantil á landinu í dag. Í kvöld …
Bjart veður er vestantil á landinu í dag. Í kvöld fer að rigna sunnanlands. mbl.is/Styrmir Kári

Aðgerðalítið veður er í dag í fremur hægri breytilegri átt. Skýjað með köflum og sums staðar lítilsháttar væta, en víða bjart veður vestantil á landinu. Fremur hlýtt í veðri, hiti yfirleitt 12 til 18 stig að deginum.

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Í kvöld kemur svo lægð upp að landinu og það gengur í strekkingssuðaustanátt og fer að rigna sunnanlands, og svo einnig norðvestantil í nótt, en hann hangir að mestu þurr á Norðaustur- og Austurlandi.

Eftir hádegi á morgun dregur úr úrkomu og hún verður skúrakenndari, en áfram rigning á Suðausturlandi. Hiti 11 til 16 stig, en hlýnar um norðaustanvert landið með hita að 22 stigum á þeim slóðum.

Á laugardag er svo útlit fyrir að næsta lægð nálgist landið, með strekkingssuðaustanátt og rigingu sunnan og vestantil á landinu.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert