Eldur kviknaði í raðhúsi

Myndin til vinstri er frá vettvangi í nótt.
Myndin til vinstri er frá vettvangi í nótt. Samsett mynd

Eldur kviknaði í raðhúsi í austurbæ Reykjavíkur í nótt.

Slökkviliðinu barst tilkynning um eldinn um fimmleytið og voru dælubílar frá fjórum stöðum sendir á staðinn.

Eldurinn einskorðaðist við eitt herbergi og tókst flótt að slökkva hann. Engin slys urðu á fólki.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gat ekki upplýst um eldsupptök.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert