Gengið á ráðherra um fyrirhugaða íbúðabyggð

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra í pontu á fundi Flugmálafélags Íslands
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra í pontu á fundi Flugmálafélags Íslands mbl.is/Eyþór Árnason

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son innviðaráðherra mætti á fund Flug­mála­fé­lags Íslands um stöðu Reykja­vík­ur­flug­vall­ar í dag. Til­efnið var öðru frek­ar fyr­ir­huguð íbúðabyggð í Skerjaf­irði og áhrif henn­ar á rekst­ur flug­vall­ar­ins.

Flest­ir frum­mæl­end­ur voru mjög gagn­rýn­ir á fyr­ir­hugaða byggð. Sigrún Björk Jak­obs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Isa­via inn­an­lands, sagði það sér­kenni­legt að Flugg­arðar eigi að víkja árið 2024 fyr­ir byggðinni, því þar sé grasrót flugs­ins á Íslandi.

Tíðar kvart­an­ir frá Hlíðar­enda

Hún sagði ná­býli íbúðabyggðar og flug­vall­ar ganga illa. Hún mæl­ir það helst á því að Isa­via ber­ist kvart­an­ir úr Hlíðar­enda­hverfi. Komi þær kvart­an­ir nokkuð á óvart, þar sem fólk sem þar býr, ætti að átta sig að ná­býl­inu við flug­völl fylgdi hávaði.

Orri Ei­ríks­son, flug­stjóri Icelanda­ir, kom að gerð skýrslu innviðaráðuneyt­is um áhrif nýrr­ar byggðar og fram­kvæmda á flug- og rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Skoðaði nefnd­in það helst að nýja byggðin hafi áhrif á vindafar á flug­braut­um.

Snjómokst­ur hefj­ist fyrr á dag­inn 

Eins mun skugga­varp af hverf­inu hafa áhrif á flug­braut­irn­ar. Hrím og snjór safn­ist þá frek­ar fyr­ir og þarf því að ryðja þær og hreinsa fyrr en ella, með til­heyr­andi ónæði fyr­ir ná­grann­ana. Tel­ur Orri skástu lausn­ina fel­ast í því að hafa byggðina lág­reista, þannig að áhrif henn­ar á flug­braut­ir séu sem minnst­ar.

Sig­urður Ingi sagði sig standa við gerða samn­inga, sem marg­ir hverj­ir hafi verið gerðir af for­ver­um hans í embætti úr öðrum flokk­um. Verið sé að rann­saka fýsi­leika flug­vall­ar í Hvassa­hrauni en óraun­sætt sé að tala um að völl­ur þar verði komið í gagnið fyrr en eft­ir 20-25 ár ef af verður.

Flug­völl­ur­inn ekki á för­um í bráð

Hann horf­ir því til þess að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur sé í notk­un næstu ára­tug­ina og hið op­in­bera hafi eyrna­merkt um­tals­vert fé til viðhalds vall­ar­ins, sem felst meðal ann­ars í því að reist verður ný flug­stöð í stað þeirr­ar gömlu.

Fund­ar­stjóri var Matth­ías Svein­björns­son, for­seti Flug­mála­fé­lags Íslands, sem sagði að orku­skipti í flugrekstri væru haf­in. Kom það fram í máli hans að ljóst sé að mikl­ar breyt­ing­ar verði á næstu árum en að innviðina skorti til þess á vell­in­um. 

Sig­urður Ingi sagði að viðhalds­fé til vall­ar­ins geri ekki ráð fyr­ir orku­skipt­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert