Hreinn ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar

Hreinn Loftsson.
Hreinn Loftsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Hreinn Loftsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra.

Hreinn lauk laganámi frá Háskóla Íslands árið 1983, var við framhaldsnám í Oxford 1984-85 og öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum árið 1988 og Hæstarétti árið 1993, að því er kemur fram í tilkynningu.

Hann á að baki fjölbreyttan feril í lögmennsku, atvinnulífi, stjórnsýslu og sem aðstoðarmaður ráðherra í viðskipta-, utanríkis- og samgönguráðuneytunum á árunum 1983-1988, forsætisráðuneytinu árin 1991-1992, í dómsmálaráðuneytinu árin 2019-2021 og í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu árið 2022.

Hreinn var sjálfstætt starfandi lögmaður á árunum 1988 til ársins 1991 og frá árinu 1992 til ársins 2019. Hann hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og átt sæti í ýmsum stjórnum og nefndum, auk starfs á vettvangi stjórnmála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert