Segir hættu á aukinni útlendingaandúð

„Ég óttast það […] að ef að við pössum okkur ekki í þessu, stígum skref sem að skipta máli og förum að ná tökum á þessum vanda – sem við erum ekki að gera í dag – þá óttast ég að umræðan fari út í öfga í hina áttina, í samfélaginu almennt.“

Þetta segir Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, í viðtali við Dagmál þegar rætt er um málefni útlendinga. Jón lét sem kunnugt er af störfum sem ráðherra á mánudaginn.

Í ítarlegu viðtali við Dagmál er meðal annars rætt um þau pólitísku átök sem átt hafa sér stað um málefni útlendinga. Umræða um þau mál var áberandi í kringum ráðherraskiptin fyrr í vikunni.

Jón segir að þolinmæði fólks sé að bresta og að útgjöld vegna málaflokksins séu orðin of mikil. Í myndbrotinu hér fyrir ofan lýsir hann því að hann telji að ef ekki verði tekist á við málið sé hætta á því að hér skapist aukin útlendingaandúð.

„Það viljum við ekki heldur,“ segir Jón.

Hann rekur einnig að stjórnvöld hafi gert mikilvægar breytingar á löggjöf þannig að erlendir aðilar geti sótt hér vinnu, að námsmenn geti dvalið að námi loknu og öðrum þáttum sem snúa að atvinnulífi.

Hægt er að horfa á hluta viðtalsins hér að ofan en þátturinn er allur aðgengilegur á slóðinni hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert