„Skylda“ saksóknara að tala fyrir vægari dómi

Angj­el­in Sterkaj og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari.
Angj­el­in Sterkaj og Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Samsett mynd

Rík­is­sak­sókn­ari seg­ir það hafa verið skyldu embætt­is­ins að færa rök fyr­ir mild­un dóms í Rauðagerðismál­inu svo­kallaða þar sem ekki hafi verið laga­heim­ild til þess að dæma Angj­el­in Stekaj til 20 ára fang­elsis­vist­ar í Lands­rétti. Hæstirétt­ur mildaði dóm hans í 16 ár og hinna sak­born­ing­anna þriggja úr 14 árum í tíu ára, fjög­urra ára og þriggja ára dóm.   

Rík­is­sak­sókn­ari hafði tekið und­ir með sak­born­ing­um í mál­inu um að rétt­ast væri að Hæstirétt­ur tæki á mál­inu vegna skorts á laga­heim­ild til að dæma til svo þungra fang­elsis­vista og úr varð að málið var tekið fyr­ir í Hæsta­rétti. 

Ein­hverj­ir hafa furðað sig á því að til mild­un­ar hafi komið þar sem Arm­ando Beqirai var skot­inn af stuttu færi af Angj­el­in fyr­ir utan heim­ili sitt. 

Hið sanna og rétta komi í ljós  

„Það er skylda ákæru­valds­ins að vinna að því að hið sanna og rétta komi í ljós í hverju máli og gæta jafnt að þeim atriðum sem horfa til sýknu og sekt­ar, sbr. 3. mgr. laga um meðferð saka­mála nr. 88/​2008. Af þess­ari meg­in­reglu leiðir m.a. að ákæru­vald­inu ber að færa fram fyr­ir dómi það sem rétt­ast er þegar kem­ur að ákvörðun refs­ing­ar sak­born­ings,“ seg­ir í skrif­legu svari Sig­ríðar J. Friðjóns­dótt­ur rík­is­sak­sókn­ara við fyr­ir­spurn mbl.is um málið.  

Byggði á röng­um laga­skiln­ingi Lands­rétt­ar

Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari seg­ir að rík­is­sak­sókn­ari hafi hlut­lægn­is­skyldu og að horft sé til þess að dæmt sé lög­um sam­kvæmt. 

„Okk­ar skyld­ur eru fyrst og fremst við lög­in og rétta niður­stöðu. Rök fyr­ir því að milda refs­ingu í þessu máli byggði á röng­um laga­skiln­ingi Lands­rétt­ar um að hægt væri að fara yfir 16 ár. Skoðanir ákæru­valds­ins skipta engu máli. Það þarf að fara eft­ir lög­un­um,“ seg­ir Helgi. 

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkssaksóknari.
Helgi Magnús Gunn­ars­son, vara­ríkssak­sókn­ari. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Hann seg­ir rík­is­sak­sókn­ara ekki þjóna eig­in lund þó þeir geti haft skoðanir á hinu og þessu. Hann sé fyrst og fremst í þjón­ustu við lög­in. 

„Rétt­látt er að svona mál séu af­greidd með lög­un­um en ekki til­finn­ing­um fólks,“ seg­ir Helgi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert