„Þruma úr heiðskíru lofti“

„Það sem hér er á ferðinni er að öfgafullur kommúnisti …
„Það sem hér er á ferðinni er að öfgafullur kommúnisti stjórnar matvælaráðuneytinu og virðist hata allt nema ríkisrekstur,“ sagði Kristján Loftsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og þarna eru Vinstri græn­ir að end­ur­skil­greina orðin „meðal­hóf í stjórn­sýslu“ ef þetta á viðgang­ast svona áfram. Þeir eru með þessu að prófa sig áfram með það hversu langt þeir geta gengið. Ef þetta held­ur áfram svona og þeir verða látn­ir kom­ast upp með það er voðinn vís fyr­ir at­vinnu­lífið,“ sagði Kristján Lofts­son, fram­kvæmda­stjóri Hvals hf., í sam­tali við Morg­un­blaðið. Leitað var viðbragða hans við ákvörðun Svandís­ar Svavars­dótt­ur mat­vælaráðherra um að heim­ila ekki veiðar á langreyðum fyrr en 1. sept­em­ber.

„Það sem hér er á ferðinni er að öfga­full­ur komm­ún­isti stjórn­ar mat­vælaráðuneyt­inu og virðist hata allt nema rík­is­rekst­ur. Hún er greini­lega að máta sig við nýja stjórn­ar­hætti. Það er að mínu mati með ólík­ind­um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn skuli hafa af­hent henni mat­vælaráðuneytið,“ sagði Kristján.

Skip Hvals hf. í Reykjavíkurhöfn í gær. Vertíðin hefði átt …
Skip Hvals hf. í Reykja­vík­ur­höfn í gær. Vertíðin hefði átt að hefjast í gær ef ekki hefði verið fyr­ir tíma­bundið bann ráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Op­inn fund­ur á Akra­nesi

„Við höf­um boðað til op­ins fund­ar hér á Akra­nesi og ég sendi fund­ar­boð á mat­vælaráðherra, þing­menn kjör­dæm­is­ins og þing­flokks­for­menn allra flokka til að gefa þeim tæki­færi til að gera grein fyr­ir sinni af­stöðu í mál­inu,“ sagði Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en til­efni fund­ar­ins er ákvörðun mat­vælaráðherra um að stöðva veiðar á langreyði til 1. sept­em­ber nk.

Fund­ur­inn verður hald­inn í Gamla kaup­fé­lag­inu á Akra­nesi í kvöld, fimmtu­dags­kvöld, og hefst kl. 19.30.

Þá mun þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins koma sam­an til fund­ar til að ræða ákvörðun mat­vælaráðherra um þetta mál fyr­ir helgi.

Fram­sókn ætl­ar að bíða átekta.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert