Bíll varð alelda við Hallgrímskirkju

Eldur kviknaði í jeppling á bílaplaninu við Hallgrímskirkju.
Eldur kviknaði í jeppling á bílaplaninu við Hallgrímskirkju. mbl.is/Árni Sæberg

Bíll varð alelda við Hallgrímskirkju í Reykjavík um þrjúleytið í nótt.

Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að enginn hafi verið í bílnum.

Bíllinn sé gjörónýtur.

„Það kviknaði í jeppling á bílaplaninu við Hallgrímskirkju. Það urðu einhverjar smá skemmdir á næsta bíl en ekki miklar,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert