Dýrt að kaupa inn á Íslandi

Aðeins í Sviss er dýrara að kaupa nauðsynjar en á …
Aðeins í Sviss er dýrara að kaupa nauðsynjar en á Íslandi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ný úttekt Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sýnir að neysluvörur á Íslandi eru meðal þeirra dýrustu sem dæmi þekkjast um en verð á þeim er um 59% hærra en að meðaltali gengur og gerist innan ríkja Evrópu.

Aðeins í Sviss er dýrara að draga björg í bú þar sem verðlag er 74% hærra en að meðaltali í Evrópu. Gjaldið sem landsmenn greiða fyrir samgöngur, samskipti, veitingar og gistingu er líka með því hæsta sem hagtölur mæla.

Verðlag í álfunni er misjafnt eftir löndum enda laun, skattheimta og launakostnaður ólíkur. Ef eingöngu er horft til landa innan ESB eru neysluvörur dýrastar á Írlandi, sem eru 46% yfir meðaltali.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert