Hægt að „skóla“ Áslaugu Örnu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur stofnað nýja vefsíðu þar sem fólk getur sagt skoðun sína á störfum hennar og merkt við bros- eða fýlukarla eftir því hversu ánægt eða óánægt það er með hana. 

Framtakið nefnist „Skólaðu háskólaráðherra“.

„Mig langar að fá að heyra frá þér, hvað þér finnst um störf mín og hvort þú sért með athugasemdir, gagnrýni eða hugmyndir fyrir mig. Þannig get ég gert betur,“ segir Áslaug Arna á vefsíðunni.

Í lok nóvember árið 2021 tók hún við nýju ráðuneyti ný­sköp­un­ar, iðnaðar og há­skóla. Áður gegndi Áslaug Arna starfi dómsmálaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert